+354-6965942 info@peturmagnusson.is
Select Page

PERSPECTIVES

Þrívíð verk úr stálplötum eru unnin þannig að ein plata liggur þétt upp að vegg og hinar tvær eru soðnar á og skaga fram. Saman mynda þær kassa í fjarvídd sem ýmist má sjá sem úthverft eða innhverft form. Í sumum tifellum er síðan innhverfa formið endurgert úthverft og sett við hlið innhverfa formsins.
Í sumum tilfellum er ljósmynd af flötunum tveim sem skaga fram stækkuð í raunstærð 1:1 og límd á flötinn sem er þétt við vegginn, við hliðina á gati í þeirri plötu. Ljósmyndin sýnir þá innra byrði kassa með gati

Þar sem ljósmyndir eru notaðar eru þær alltaf í raunstærð 1:1. Þær eru skyggðar í myndatökunni og skapa þá þrívíð form sem standa ein eða talast á við stál formin. Þær eru hengdar yfir þann hluta veggjanna sem þær sýna. Teikningar af kössum með gati eru gerðar úr 15mm stál prófílum. Þar sem teikningin gerir ráð fyrir að sjáist í gegnum kassann er römmuð inn ljósmynd af þeim hluta veggjarins sem er undir ljósmyndinni.

These three-dimensional works are made from steel plates. One plate, is hung flat up against the wall whilst the other two plates, which are welded to the first plate, protrude out from the wall at different angles. Together the three plates create a form in the shape of a box which can be seen negatively or positively. In some cases the illusion created in one form is made literally and placed next to the original pieces .

In some works the wall plate has an oblong opening in it. The two protruding plates have been photographed, printed 1:1 (life-size), turned upside-down and stuck on the wall plate next to the opening creating the illusion of the inside surfaces of a box with an opening in it.

Where photographs of wall-papered walls or brick walls are used in these works they are always printed life-size. In the process of photographing sections of the walls, different areas are shadowed giving the illusion of a three-dimensional shape. These photographs are then hung on the wall, covering exactly the part of the wall that they show.

Outlines suggesting boxes with a central opening through them are made using 15mm steel bars. Within the opening a photograph of the wall behind is framed, replacing the actual wall.

 

Án titils 1999 – 2021

Stál og video

Teikning úr stáli af 3 kössum með götum í gegn var smíðuð og fyrst sýnd í Galleríi Sævars Karls í Reykjavík árið 1999. Þá í öðru samhengi og formunum raðað upp lóðrétt. (Sjá annarsstaðar á vefsíðunni)
Árið 2021 var teikningin sýnd í Listasafni Árnesinga hangandi lárétt og í staðinn fyrir ljósmyndirnar var nú kominn stór video skermur. Hlutar af skerminum sáust í gegnum göt sem gerð voru í vegginn undir götunum sem voru teiknuð með stálinu. Á skerminum sást rauntíma upptaka sem gerð var með snjallsímanum í glugganum til hægri á myndinni. Hún sýnir það sem myndi sjást útum götin í teikningunni væru þau raunveruleg.

Untitled 1999 – 2021

Steel and video

The perspective steel drawing of 3 cubes with holes through them was made in 1999 and first exhibited in a different context hanging vertically in Gallerí Sævars Karls in Reykjavík that same year. ( See elsewhere on this website)
In 2021 it was exhibited in LÁ Art Museum hanging horizontally and the photos seen through the suggested holes were replaced with a big video screen. Parts of the screen could be seen through holes in the wall right under the suggested holes in the steel drawings. The video was a life stream recording made with the smart phone in the window to the right. It showed what would have been seen if the suggested holes in the steel drawing were real.

“Myndir á sýningu I” 2021

Troika, Listasafni Árnesinga 2021

7 ljósmyndir af gylltum ramma og veggfóðri. Meðan að ramminn sem er myndaður frá hlið fer síminnkandi og myndar perspektíf er myndin af veggfóðrinu innan rammanna alltaf í réttri stærð og mynstrið í því endurtekur sig eins og það væri heilt á veggnum.

“Pictures at an exhibition I” 2021

Troika, LÁ Art Museum 2021

7 photos of a golden frame and wall paper. While the photos of the frame taken from aside are enlarged bigger and bigger forming a perspective, the photo of the wallpaper inside them remains the same 1:1 size and the pattern repeats itself as if the wallpaper were really covering the wall.

“Þrjár landslagsmyndir séðar lítið eitt frá hlið” 2022

“Three landscapes seen slightly from aside” 2022

Frá sýningunni “Three rearrangements” í Kling og Bang

Ljósmyndir af fjöllunum sem sjást út um glugga gallerísins.

Photos of the mountains visible from the windows of the gallery.

Rammarnir eru smíðaðir með 120 og 60 gráðu hornum og trapisulaga, eins og þeir sjáist frá hlið.

The frames are built with angles of a 120 and 60 degrees and declining to the left as they would look from aside.

“Myndir á sýningu II”

Verkið var sýnt í Nýlistasafninu á Sequences X Art Biennale árið 2021. Það samanstendur af ljósmyndum af tvívíðum verkum úr eigu Nýlistasafnsins. Þau eru ljósmynduð af mér undir 30 gráðu horni og hengd upp í röð. Stærð verkanna er breytt eftir þörfum til að mynda perspektíf í sýningar rýminu. Það skírskotar til málverka af Salon sýningum t.d. í París þar sem listmálarar máluðu myndir af myndlistarsýningum.

Verkin sem eru notuð eru eftir listamenn sem ég þekki persónulega og veittu góðfúslegt leyfi fyrir notkun á sínu verki í verk eftir mig. Þau eru, frá vinstri talið, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Þór Vigfússon, Halldór Ásdgeirsson, Daði Guðbjörnsson, Tumi Magnússon, Kees Visser, Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson og Rúna Þorkelsdóttir.

“Pictures at an exhibition II”

This work was made for the Sequences X Biennale in 2021 and exhibited in The Living Art Museum, Reykjavík; Iceland. I photographed works by 8 artists in the collection of The Living Art Museum from an angel of 30 degrees. The photos are then arranged to form a perspective on the wall referring to paintings made of salon exhibitions in the 19th century where the painter made a painting of exhibitions, thus painting the paintings of other painters.

The artists who kindly gave me permission to use their works in this work of mine are, from left to right: Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Þór Vigfússon, Halldór Ásgeirsson, Daði Guðbjörnsson, Tumi Magnússon, Kees Visser, Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson og Rúna Þorkelsdóttir